Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Varðskipið Óðinn 50 ára í dag
27.1.2010 | 15:32
Varðskipið Óðinn kom til landsins fyrir 50 árum en skipið var smíðað í Álaborg. Óðinn tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Þekktasta vopnið í þorskastríðunum voru togvíraklippurnar en þær eru til sýnis á afturdekki skipsins sem stendur nú við Sjóminjasafnið Víkina og er hluti af safninu. Stofnuð hafa verið hollvinasamtök um Óðinn sem hafa það markmið að halda í heiðri sögu skipsins og sjá um viðhald þess.
Að rækta garðinn sinn
24.1.2010 | 19:57
Voltaire er frægasti og einn frjálslyndasti mannvinur og umbótasinni
frönsku upplýsingarinnar á 18. öld. Fræg eru lokaorðin í Birtingi
Voltaires þar sem aðalpersónan bendir okkur á að maður verði að rækta
garðinn sinn.
Í þeirri ábendingu felst mikil speki um frjálsræði, hógværð og ábyrgð:
Í góðu samfélagi hyggur hver að sjálfum sér áður en hann fer að segja
öðrum fyrir verkum eða bjarga heiminum. Við tryggjum ekki framfarir með
einum, endanlegum stórasannleik, né miðstýringu og ofskipulagningu
örfárra aðila. Við hvorki skipuleggjum framfarir né tímasetjum
uppgötvanir. Enginn sá fyrir þá gífiurlegu hagræðingu sem fólst í
sérhæfingu og markaðsvæðingu þéttbýlismyndunar. Enginn skipulagði heldur
Vísindabyltingu 17. aldar, né iðnbyltingu 18. aldar. Þær voru báðar
afsprengi menningarlegra og pólitískra aðstæðna sem höfðu í för með sér
margbreytilegan og frumlegan samanburð.
Við kaupum ekki heldur framfarir með peningum. Eitt af því fáa sem er
ókeypis í veröldinni eru raunverulegar framfarir sem yfirleitt spretta
af samanburði, útsjónarsemi og frumleika, þegar sem flestir fá að njóta
sín.Gæði menntunar fara ekki nema að litlu leyti eftir fjölda háskóla,
glæsihöllum þeirra né mikilfenglegum heitum þeirra. Gott menntakerfi
byggir á menntun og mannrækt í góðum grunnskóla og góður grunnskóli
byggir á vali - ekki valdboði, fjölbreytni - ekki fábreytni og frelsi -
ekki forskrift.
Engu að síður hefur menntakerfi okkar mótast um of af þessum tvenns
konar misskilningi: Trúnni á kennslufræðilegan stórasannleik og trúnni á
skefjalausa efnishyggju. Það er löngu orðið tímabært að við virkjum
betur þann skapandi kraft sem felst í góðu starfsfólki grunnskólanna
okkar með makrvissara nám í grunnfögum sem markmið og frelsi og
fjölbreytni sem leiðarljós. Á sama tíma ættu menntaráð og aðrar
opinberar skólaskrifstofur að draga úr sinni forskrift og miðstýringu en
snúa sér þess í stað að þróun samanburðarforsenda.
Þannig ræktum við best garðinn okkar í menntamálum.
Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni
23.1.2010 | 14:46
Vegna fjölda fyrirspurna þá vil ég taka það fram að ég vil flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni. Einnig vil ég minna á að ég sækist eftir 3. sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna sem lýkur klukkan 6 í dag.
Látum hjól atvinnulífsins snúast
22.1.2010 | 16:12
Mikilvægt er að borgaryfirvöld íþyngi ekki fjölskyldum og fyrirtækjum með hækkun gjalda. Það er mikilvægt að borgin styðji vel við þau fyrirtæki sem fyrir eru og hvetji til nýsköpunar og efli framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi. Nýsköpun er forsenda fyrir fjölbreytni íslensks atvinnulífs og undirstaða sterkrar samkeppnisstöðu. Með þessu móti getur borgin stuðlað að því að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik og Þannig getur borgin dregið úr því mikla atvinnuleysi sem við blasir.
Sendiherrar lífs og kærleika
21.1.2010 | 19:18
Íslenska björgunarsveitin hefur svo sannarlega verið ljós í myrkri
eyðileggingar, angistar og dauða á Haítí á undanförnum dögum. Hún var
ein af fyrstu alþjóðasveitunum sem komu á vettvang, vel búin, í topp
þjálfun, öguð og skipulögð, og hefur starfað þrotlaust myrkvanna á milli
við aðstæður sem enginn getur gert sér í hugarlund að óreyndu.
Sveitin hefur bjargað einstaklingum frá þeim ólýsanlegu hörmungum að
verða grafnir lifandi og hún hefur vakið verðskuldaða athygli í
alþjóðlegum fréttum víða um heim.
Ekkert okkar sem heima sitjum getum nokkurn tíma ímyndað okkur það
andlega og líkamlega álag sem ruðningssveitirnar og aðrir hjálparaðilar
vinna undir. Síðan halda björgunarsveitir heim og annars konar
hjálparstarf tekur við. En hver og einn þeirra einstaklinga sem nú tekur
þátt í björgunarstarfinu tekur með sér í farteskinu heimleiðis reynslu
af ólýsanlegum hörmungunum.sem viðkomandi gleymir aldrei.
Með fullri virðingu fyrir heimsþekktum íslenskum listamönnum og
sigursælum handknattleiksliðum er íslenska björgunarsveitin á Haíti sá
hópur Íslendinga sem við eigum að taka ofan fyrir. Þau eru svo
sannarlega sendiherra lífs og kærleika.
,,Ungir munu rísa í Reykjavík og fræva hin fornu tún''
16.1.2010 | 18:08
Sr. Hjálmar, Elín Pálma og Bolli Thoroddsen fóru á kostum
6.1.2010 | 19:59
Sr. Hjálmar, Elín Pálmadóttir og Bolli Thoroddsen fóru á kostum þegar ég opnaði vinnuaðstöðu mína út af framboði mínu í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Við það tækifæri orti sr. Hjálmar vísu sem ég læt fylgja hér með.
Flokkurinn má flottri konu skarta,
flestir vilja líka hana styðja.
Uppi´á stól stendur hún Marta
og stendur hærra tuttugastaogþriðja.
Elín sagði frá bók sinni um frönku sjómennina á sinn einstæða hátt við mikla hrifningu gesta.
Bolli flutti góða ræðu á sinn snilldarhátt.
Ég þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til mín við opnun vinnuaðstöðu minnar í prófkjörsbaráttunni. Met það mikils.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook
Nýárskveðja
1.1.2010 | 14:19