,,Ungir munu rísa í Reykjavík og fræva hin fornu tún''

Heiti þessa greinarstúfs er sótt til 18. aldar í smiðju Eggerts Ólafssonar. Allt frá dögum Innréttinganna hefur barátta Íslendinga fyrir frelsi einstaklinga, sjálfstæði þjóðarinnar og framförum á flestum sviðum mannlífsins verið samofin sögu Reykjavíkur. Á síðustu öld tók Reykjavík forystu í stórframkvæmdum, s.s. vatnsveitu, holræsagerð, stórhuga hafnarframkvæmdum, gatnagerð og með því að virkja vatnsföll og hita úr iðrum jarðar. En síðast en ekki síst fólst sú forysta í því að virkja frelsi og frumkvæði hins almenna borgara. Með þá stjórnmálahugsjón að leiðarljósi sýndi Reykjavík fordæmi sem á einni öld hefur fært þjóðina í fremstu röð á framfarabraut. Við stöndum nú frammi fyrir efnahagsþrengingum sem eiga rætur að rekja til alþjóðlegrar fjármálakreppu og framgangs fárra einstaklinga sem komust upp með það að nýta sér frelsið en hafna ábyrgðinni. Við slíkar aðstæður sigla vinstri stjórnir í kjölfarið. Ein slík, sem situr nú í Stjórnarráðinu við Arnarhól, fer með offorsi gegn fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar og frelsi einstaklinganna. Við slíkar aðstæður skiptir öllu að læra af sögunni. Vinstri stjórnir náðu að viðhalda heimskreppunni hér á landi í heilan áratug frá 1930, með háum sköttum, skömmtunum og innflutningshöftum. Á sama tíma réðist meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavíkur í fyrstu stóru vatnsaflsvirkjun landsins, Ljósafossvirkjun, og rafvæddi þar með atvinnulífið og heimilin. Hún lagði þá jafnframt grunninn að fyrstu almenningshitaveitu veraldar. Á tímum kreppu og vinstri stjórna er afar mikilvægt að við sjálfstæðismenn getum með samhentum og ábyrgum, hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sýnt landsmönnum í verki hvernig samfélög eiga að vinna sig út úr erfiðleikum, - með því að bera höfuð hátt, og með ráðdeildarsemi, frelsi og ábyrgð. Góðir sjálfstæðismenn í Reykjavík. Ég er til í slaginn og vil gjarnan fá að taka þátt í þeirri viðleitni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband