Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

53% kvenna á móti 47% karla í ráđum og nefndum borgarinnar í núverandi meirihluta

 Í tilefni af degi mannréttindayfirlýsingar Sameinuđu ţjóđanna er opinn fundur mannréttindaráđs Reykjavíkur í Iđnó í hádeginu í dag. Fundarefniđ er áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, formađur ráđsins setur fundinn og borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, mun flytja ávarp. Ţá mun dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafrćđingur flytja erindiđ Konur og völd. Fulltrúar allra framabođa munu flytja erindi og sitja fyrir svörum. Mannréttindastefna borgarinnar er m.a. byggđ á lögum um jafna stöđu og jafnan rétt kvenna og karla. Reykjavíkurborg hefur veriđ í forystuhlutverki í jafnréttismálum um áratuga skeiđ sem endurspeglast vel í ţví ađ í fjórđa og núverandi meirihluta er skipting ađalmanna í ráđ og nefndir 53% kvenna á móti 47% karla sem verđur ađ teljast nokkuđ athyglisvert.


Forgangasrađađ í ţágu barna og velferđar án ţess ađ hćkka skatta eđa gjöld

Í borgarstjórn núna er í gangi fyrsta umrćđa um frumvarp ađ fjárhagsáćtlun Reykjavíkurborgar. Leiđarljósiđ viđ gerđ fjárhagsáćtlunarinnar er ađ forgangsrađađ verđur í ţágu barna og velferđar án ţess ađ hćkka skatta eđa gjöld á borgarbúa. Ţađ er sérstakt gleđiefni ađ náms- og fćđisgjöld í skólum verđa óbreytt auk ţess sem 100% systkinaafsláttur á leikskólum verđur áfram í gildi. Góđur árangur hefur náđst í rekstri Reykjavíkurborgar ţađ sem af er ţessu ári og eru sviđ borgarinnar rekin innan fjárheimilda.


Ómerkileg úrrćđi vinstri manna

 Vinstri Grćnir lögđu til í borgarráđi  í gćr ađ útsvarsheimildir borgarinnar  yrđu fullnýttar og fćru   úr 13,03% í hámarkiđ sem er  13,28 %. Eina leiđin sem VG virđist sjá út úr ţeim vanda sem blasir viđ ţjóđinni er ađ hćkka álögur á heimilin og fyrirtćkin í landinu. Ţessi tillaga borgarfulltrúans Ţorleifs Gunnlaugssonar skýtur svolítiđ skökku viđ ţar sem umtalsverđ hagrćđing hefur náđst í borginni án ţess ađ til komi hćkkanir á gjöldum eđa uppsagnir starfsfólks. Auknar álögur á fólk og fyrirtćki geta haft ţćr alvarlegu afleiđingar ađ ráđstöfunartekjur heimilanna minnka og ţar međ geta ţeirra til ađ greiđa skuldir sínar og sjá fyrir sér og sínum. Tillaga borgarfulltrúans, Ţorleifs Gunnlaugssonar, yrđi enn einn bagginn sem lagđur yrđi á herđar fólks ef hún nćđi fram ađ ganga. Sama er upp á teningnum hjá VG í borgarstjórn og í ríkisstjórn, ţeir virđast vera algjörlega úrrćđalausir ţegar kemur ađ ţví ađ koma međ tillögur til úrbóta og dettur ekkert annađ í hug en ađ lausnin felist í ađ hćkka skatta.


Íbúar borgarinnar hafa bein áhrif á fjárhagsáćtlun međ ţví ađ kjósa um verkefni

Nú stendur yfir vinna viđ fjárhagsáćtlun borgarinnar en ţađ sem er nýtt í ţeirri vinnu er ađ nú geta íbúar haft bein áhrif á nýtingu fjármuna í sínu nćrumhverfi međ ţví ađ kjósa um einstök verkefni á vefnum, á bókasöfnum eđa á ţjónustumiđstöđvum. Kosningin hófst í morgun og stendur til 14. desember og verđur niđurstađa kosninganna bindandi fyrir borgaryfirvöld. Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvađ borgarbúar leggja mesta áherslu á í sínum hverfum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband