Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Aukinn áhugi æskufólks á íslenskri tungu

 

 Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur um allt land á þessum degi frá árinu 1996. Í öllum skólum er afmælisdagur þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar, tileinkaður íslenskri tungu. Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur efnt til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn og verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í dag verða þessi verðlaun afhent í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem um 80 grunnskólbörn munu taka við viðurkenningum. Markmið þessara verðlauna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin verða veitt nemendum sem hafa tekið framförum og eða náð góðum árangri í íslensku, hvort heldur þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál.

 

Sérhver grunnskóli í Reykjavík getur tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahóp til verðlaunanna og fá allir sem tilnefningu hljóta verðlaunagrip. Skólar geta t.d. tilnefnt þá sem sýnt hafa færni, frumleika eða sköpunargleði í að nota tungumálið sem samskiptatæki í hagnýtum eða listrænum tilgangi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Einelti kemur okkur öllum við

Samþykkt var tillaga mín í borgarstjórn í gær að ákveðinn dagur ár hvert verði helgaður barráttunni gegn einelti. Brýnt er að vekja athygli á því hversu alvarlegar afleiðingar einelti getur haft í för með sér. Einelti getur sett   varanlegt mark sitt á líf þeirra einstaklinga sem verða fyrir því. Einelti getur átt sér stað víða í samfélaginu m.a.   í skólum og á vinnustöðum. Rannsóknir sýna að líkurnar á einelti aukist í kjölfar slæms efnahagsástands og kreppu og því  mikilvægt að minna borgarbúa og borgarstarfsmenn með reglubundnum hætti á hættur og afleiðingar eineltis.Einelti kemur okkur öllum við og við berum öll ábyrgð.


Frú Vigdís heillaði börnin

Frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti grunnskólabörn í Árbænum í gær í tengslum við menningardaga í hverfinu.Hún spjallaði við nemendur um lífið og tilveruna og síðast en ekki síst mikilvægi íslenskrar tungu. Vigdís lagði áherslu á hversu ríkir þeir eru sem kynnu að lesa og gætu þannig aflað sér fróðleiks og ánægju úr bókum. Skemmtilegar umræður spunnust í kjölfarið og voru nemendurnir himinlifandi yfir þessari heimsókn fyrrum forsetans.  Heimsóknin var jafnframt liður í lestrarátaki Menntasviðs Reykjavíkur undir yfirskriftinni Lesum enn meira saman. Markmið verkefnisins er að auka áhuga grunnskólanema á lestri, örva málvitund þeirra og lestrarhæfni.

 

 

 


Góð vísa aldrei of oft kveðin

Var ánægð að sjá að Neytendasamtökin fjalla á vef sínum um forvarnir vegna svínaflensunnar. Það er hins vegar umhugsunarefni að mikið hefur verið rætt um þessa títt nefndu flensu í fjölmiðlum og þá einkum um fjölda tilfella og hverjir eigi rétt á að fá bólusetningu en minna um forvarnir og hvernig fólk eigi að bregðast við ef það smitast. Þá vekur það líka undrun mína að lítið sem ekkert hefur heyrst í Lýðheilsustöð sem maður hefði haldið að ætti að vera í umfangsmikilli forvarnarherferð vegna flensunnar. Ef einhvern tíma er þörf á stofnun á borð við Lýðheilsustöð þá er það einmitt þegar heimsfaraldur geisar eins og svínaflensan. Hvet fólk til að kíkja inn á síðu Neytendasamtakanna til að kynna sér hvernig er hægt að minnka líkur á smiti.

 

















































































































Undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla

Reykjavíkurborg hefur verið í forystuhlutverki á unandförnum áratugum er varðar kynjajafnrétti. Á fundi í Borgarstjórn 20. október sl. var samþykkt að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Undirritun samningsins fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg gegnir í þessum málaflokki, auk þess sem hann  fellur vel að mannréttindastefnu borgarinnar. Nú þegar er verið að vinna eftir fjölmörgum ákvæðum samningsins á hinum ýmsu sviðum og stofnunum borgarinnar. Mannréttindaráð mun á næstunni fara í stefnumótandi vinnu við að ákveða hvað beri að leggja áherslu skv. samningnum en sveitarfélögum sem undirrita sáttmálann er ætlað að vinna aðgerðaráætlun í jafnréttismálum þar sem verkefnum er forgangsraðað. Þátttaka í þessu samstarfi felur í sér aðgang að tenglsaneti evrópskra sveitarfélaga um jafnréttismál og því gefst Reykjavíkurborg enn frekara tækifæri til að miðla af reynslu sinni í þessum málaflokki og læra af reynslu annarra. 


mbl.is Kynjabilið minnst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auknir skattar draga kreppuna á langinn

Skattaleiðin er ekki leiðin út úr þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka skatta á fólk og fyrirtæki leiðir einingus til þess að enn fleiri fyrirtæki eiga eftir að leggja upp laupana, atvinnuleysi verða meira og landflótti mun aukast. Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er orðið deginum ljósara og sýnt er að ekki hafa verið kannaðar til hlítar aðrar leiðir til afla ríkissjóði tekna. Má í því sambandi nefna að ríkissjóður getur aflað töluverðra tekna með því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna. Skora á ríkisstjórnina að leita allra annarra leiða til að koma okkur út úr vandanum en að fara í skattahækkanir.

 

 


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll höfum við okkar skoðanir á því hvernig borg við viljum búa í

Fjölmargar nýstárlegar og skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós á hugmyndaþingi í Ráðhúsinu í gær. Þátttakendur voru ánægðir með þá ákvörðun borgaryfirvalda að auka aðkomu íbúa að stefnumótun borgarinnar. Öll höfum við okkar skoðanir á því hvernig borg við viljum búa í og því var þetta kærkomið tækifæri fyrir íbúa að hafa áhrif á það hvernig við gerum borgina að enn betri stað til að búa og starfa í.  Fólk er orðið almennt meðvitaðara um umhverfi sitt og vill gjarnan hafa áhrif á það.

Gott dæmi um slíkt er sjálfsprottið verkefni íbúa í nágrenni við Lynghagaleikvöll sem tóku  sig saman í haust og stofnuðu félag um leikvöllinn sem hefur það að markmiði að íbúar fóstra svæðið og munu sjá um umhirðu og fegrun þess auk þess að hafa áhrif á skipulag leikvallarins með þarfir barnanna og íbúanna í huga. Þarna er íbúalýðræðið að virka í reynd.

 

 

 

 


mbl.is Vel sótt hugmyndaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin hefur greinilega allt undir borðum en ekki uppi á borðum

Ummæli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur í Silfrinu í gær vöktu marga til umhugsunar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en Guðfríður Lilja gat þess  m.a. að mikil áhersla væri lögð á að ganga frá Icesave samningunum til þess að við gætum gengið í ESB sem fyrst. Þessi ummæli kalla á þá spurningu hvað orðið hafi um allt tal Jóhönnu um opna, gegnsæja, lýðræðsilega umræðu og allt eigi að vera uppi á borðum. Ég man ekki eftir því að það hafi nokkur staðar komið fram að drífa þyrfti í að ganga frá Icesave til þess að liðka fyrir inngöngu í ESB en það er kannski aukaatriði að þjóðin fái að vita um það. Það er sennilega líka talið aukaatriði hjá ríkisstjórninni að þýða spurningar ESB yfir á íslenskt mál svo þær verði aðgengilegar öllum sem áhuga hafa á að kynna sér þær.  Ríkistjórnin hefur greinilega allt undir borðum en ekki uppi á borðum.


mbl.is Stefnuræða flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af okkar sögufrægustu húsum

Slökkviliðsmenn og lögregla stóðu vel að verki í gær við að bjarga Höfða og eiga þakkir skilið fyrir það. Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda ef verr hefði farið. Höfði er eitt af okkar sögufrægustu húsum og þar eru auk þess geymdir verðmætir hlutir sem tengjast leiðtogafundinum og öðrum merkum viðburðum sem átt hafa sér stað þar. Mikilvægt er að vel takist til við viðgerðirnar þannig að þetta sögufræga hús verði áfram stolt okkar Reykvíkinga og minnismerki um leiðtogafundinn 1986.
mbl.is Viðgerð á Höfða hefst brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntastefna sem býður upp á fjölbreytni og metnað

Ánægjulegt að sjá þessa miklu fjölgun grunnskólanema sem læra ensku í 1.-4. bekk. Það verður að teljast athyglisvert að nú stunda 7335 grunnskólanemar á aldrinum sex til níu ára gömul enskunám en á árunum 2003-2004 stunduðu eingöngu 484 nemendur á þessum aldri nám í ensku. Ég vil þakka þessa fjölgun menntastefnu okkar sjálfstæðismanna í borginni en við höfum hvatt bæði til meiri metnaðar í grunnskólanámi og fjölbreytni.
mbl.is 78% grunnskólabarna læra ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband