Góð vísa aldrei of oft kveðin

Var ánægð að sjá að Neytendasamtökin fjalla á vef sínum um forvarnir vegna svínaflensunnar. Það er hins vegar umhugsunarefni að mikið hefur verið rætt um þessa títt nefndu flensu í fjölmiðlum og þá einkum um fjölda tilfella og hverjir eigi rétt á að fá bólusetningu en minna um forvarnir og hvernig fólk eigi að bregðast við ef það smitast. Þá vekur það líka undrun mína að lítið sem ekkert hefur heyrst í Lýðheilsustöð sem maður hefði haldið að ætti að vera í umfangsmikilli forvarnarherferð vegna flensunnar. Ef einhvern tíma er þörf á stofnun á borð við Lýðheilsustöð þá er það einmitt þegar heimsfaraldur geisar eins og svínaflensan. Hvet fólk til að kíkja inn á síðu Neytendasamtakanna til að kynna sér hvernig er hægt að minnka líkur á smiti.

 

















































































































« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband