Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sr. Hjálmar, Elín Pálma og Bolli Thoroddsen fóru á kostum

Sr. Hjálmar, Elín Pálmadóttir  og Bolli Thoroddsen fóru á kostum þegar ég opnaði vinnuaðstöðu mína út af framboði mínu í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna. Við það tækifæri orti sr. Hjálmar vísu sem ég læt fylgja hér með.

Flokkurinn má flottri konu skarta,
flestir vilja líka hana styðja.
Uppi´á stól stendur hún Marta
og stendur hærra tuttugastaogþriðja.

Elín sagði frá bók sinni um frönku sjómennina á sinn einstæða hátt við mikla hrifningu gesta.

Bolli flutti góða ræðu á sinn snilldarhátt.

Ég þakka öllum þeim sem lögðu leið sína til mín við opnun vinnuaðstöðu minnar í prófkjörsbaráttunni. Met það mikils.


Nýárskveðja

Sendi öllum áramótakveðjur með ósk um allt í sólarátt á nýju ári.

53% kvenna á móti 47% karla í ráðum og nefndum borgarinnar í núverandi meirihluta

 Í tilefni af degi mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkur í Iðnó í hádeginu í dag. Fundarefnið er áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, formaður ráðsins setur fundinn og borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, mun flytja ávarp. Þá mun dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur flytja erindið Konur og völd. Fulltrúar allra framaboða munu flytja erindi og sitja fyrir svörum. Mannréttindastefna borgarinnar er m.a. byggð á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Reykjavíkurborg hefur verið í forystuhlutverki í jafnréttismálum um áratuga skeið sem endurspeglast vel í því að í fjórða og núverandi meirihluta er skipting aðalmanna í ráð og nefndir 53% kvenna á móti 47% karla sem verður að teljast nokkuð athyglisvert.


Forgangasraðað í þágu barna og velferðar án þess að hækka skatta eða gjöld

Í borgarstjórn núna er í gangi fyrsta umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er að forgangsraðað verður í þágu barna og velferðar án þess að hækka skatta eða gjöld á borgarbúa. Það er sérstakt gleðiefni að náms- og fæðisgjöld í skólum verða óbreytt auk þess sem 100% systkinaafsláttur á leikskólum verður áfram í gildi. Góður árangur hefur náðst í rekstri Reykjavíkurborgar það sem af er þessu ári og eru svið borgarinnar rekin innan fjárheimilda.


Ómerkileg úrræði vinstri manna

 Vinstri Grænir lögðu til í borgarráði  í gær að útsvarsheimildir borgarinnar  yrðu fullnýttar og færu   úr 13,03% í hámarkið sem er  13,28 %. Eina leiðin sem VG virðist sjá út úr þeim vanda sem blasir við þjóðinni er að hækka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu. Þessi tillaga borgarfulltrúans Þorleifs Gunnlaugssonar skýtur svolítið skökku við þar sem umtalsverð hagræðing hefur náðst í borginni án þess að til komi hækkanir á gjöldum eða uppsagnir starfsfólks. Auknar álögur á fólk og fyrirtæki geta haft þær alvarlegu afleiðingar að ráðstöfunartekjur heimilanna minnka og þar með geta þeirra til að greiða skuldir sínar og sjá fyrir sér og sínum. Tillaga borgarfulltrúans, Þorleifs Gunnlaugssonar, yrði enn einn bagginn sem lagður yrði á herðar fólks ef hún næði fram að ganga. Sama er upp á teningnum hjá VG í borgarstjórn og í ríkisstjórn, þeir virðast vera algjörlega úrræðalausir þegar kemur að því að koma með tillögur til úrbóta og dettur ekkert annað í hug en að lausnin felist í að hækka skatta.


Íbúar borgarinnar hafa bein áhrif á fjárhagsáætlun með því að kjósa um verkefni

Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun borgarinnar en það sem er nýtt í þeirri vinnu er að nú geta íbúar haft bein áhrif á nýtingu fjármuna í sínu nærumhverfi með því að kjósa um einstök verkefni á vefnum, á bókasöfnum eða á þjónustumiðstöðvum. Kosningin hófst í morgun og stendur til 14. desember og verður niðurstaða kosninganna bindandi fyrir borgaryfirvöld. Það verður spennandi að sjá hvað borgarbúar leggja mesta áherslu á í sínum hverfum.


Lífsstíll hefur áhrif á námsárangur

Var að koma úr upptöku á þættinum mínum Borgarlíf á ÍNN en þar ræddi ég við hinn landsþekkta tónlistarmann Valgeir Guðjónsson og konu hans Ástu Kristrúnu námsráðgjafa um skemmtilegt nýsköpunarverkefni sem þau standa fyrir sem heitir nematorg.is. Verkefnið er hvoru tveggja heildstæð námsráðgjöf og vöruhönnun á bráðsniðugum bóka- og tölvustöndum. Ásta og Valgeir nálgast námsráðgjöfina með skemmtilegum hætti eins og sjá má á heimasíðunni nematorg.is en þar má finna upplýsingar sem nýtast námsmönnum vel í náminu og frítímanum. Mér finnst athyglisvert hvernig þau taka líka fyrir lífstílinn og hvernig hann hefur áhrif á námsárangur. Hvað það skiptir miklu máli að huga að réttu mataræði og hreyfingu eða eins og Grikkirnir sögðu til forna: Andlegt og líkamlegt atgervi fara saman.


Vilji íbúa í Grafarvogi virtur

Með ákvörðun Menntaráðs Reykjavíkur í gær var íbúalýðræðið virt í Grafarvogi. Ákveðið var að hverfa frá öllum hugmyndum um safnskóla á unglingastigi í norðanverðum Grafarvoginum. Menntaráð samþykkti þess í stað að skólarnir í Grafarvogi tækju upp aukið samstarf sín á milli og styrkja þannig námsval nemenda á unglingastigi. Svona á íbúalýðræði að virka en ekki vera orðin tóm eins og oft vildi brenna við hjá R-listanum sáluga.


Á íslensku má alltaf finna svar

Tungumálinu er stundum líkt við verkfæri, svona eins og hamar og sög, liti og pensla, blað og blýant, eða tölvu. Og það er nú ekki alveg út í hött,  því vissulega notum við tungumálið í margvíslegum tilgangi. En sá tilgangur er einmitt svo ótrúlega margvíslegur og ,,verkfærið‘‘ svo magnað, að við komumst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að samlíkingin sé alltof einföld og yfirborðskennd.

Við notum tungumálið til að tjá okkur, til að koma skilaboðum áleiðis til annarra einstaklinga. Þannig er tungumálið eilíf brúarsmíði milli ólíkra einstaklinga, ólíkra hagsmuna og ólíkra viðhorfa. Þessi óteljandi og margvíslegu skilaboð eru þrungin merkingu sem getur tjáð, jöfnum höndum, - gleði og sorg, - ást og hatur, - hrósyrði og skammir, - sigra og vonbrigði. Við getum látið ljót orð falla sem særa annað fólk og brjóta það niður. En við getum einnig notað tungumálið til að hughreysta aðra, sýna þeim samstöðu og byggja þá upp. Því eins og Einar Benediktsson, annað íslenskt stórskáld, segir í einu af sínum frægustu ljóðum, Einræðum Starkaðar:

,,Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 

En tungumálið er ekki bara samskiptatæki því án tungumálsins gætum við ekki hugsað svo heitið gæti. Tungumálið er því forsenda fyrir kenningum og fræðum, tækniþróun, framförum og vísindalegum uppgötvunum. Og þar sem tungumálið er forsenda fyrir hugsunum okkar geymir það í hugskotunum okkar dýrustu leyndarmál, vonir og þrár. Tungumálið er lykillinn að sögu okkar, m.a. þeim tíma þegar þessi þjóð átti ekkert, - til að orna sér við, - nema íslenska tungu. Og tungumálið  er lykillinn að landinu okkar, því eins og Tómas Guðmundsson, annað íslenskt stórkáld sagði:

,,Landslag væri lítils virði,
ef það héti ekki neitt.‘‘

Íslensk tunga er vissulega verkfæri í margvíslegum og mikilvægum skilningi. En hún er svo miklu, miklu meira. Hún er órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum, fortíð okkar, nútíð og framtíð.

Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Voltaire, endar sína óborganlegu bók, Birting, á eftirfarandi orðum:

,,Þetta er vel mælt, svaraði Birtingur, en maður verður að rækta garðinn sinn.‘‘

Hér á Voltaire við að það fari best á því að hver og einn rækti sjálfan sig, - reyni sífellt að verða betri manneskja, í dag en í gær. Við ykkur, kæru nemendur vil ég því segja hér í lokin: Haldið þið áfram að rækta íslenska tungu. Þannig ræktið þið best ykkur sjálf, - ykkur og öðrum til blessunar.

Brot úr ræðu sem ég hélt við afhendingu Íslenskuverðlauna menntaráðs Reykjavíkur í Ráðhúsinu í dag.


Islenskan og unga fólkið

  Í Ráðhusinu í dag tóku nemendur frá þrjátíu grunnskólum í borginni við Íslenskuverðlaunum menntaráðs Reykjavíkur.  Þar mátti sjá mörg glöð og stolt andlit taka við viðurkenningu sem frú Vigdís Finnbogadóttir afhenti en hún er verndari verðlaunanna. Nemendur úr Sæmundarskóla, Tóneyjar og skólahljómsveit Grafarvogs fluttu lagstúfa efti Guðna Franzson við stökur eftir Jónas Hallgrímsson, afmælisbarn dagsins og Melabandið spilaði tvö lög. Að lokum sungu svo gestir saman lagið Á íslensku má alltaf finna svar lag eftir Atla Heimi Sveinson við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.  Birti hér ræðu mína sem ég flutt við þetta tækifæri sem formaður nefndar Íslenskuverðlauna menntaráðs Reykjavíkur.

 

Til hamingju með daginn!

Til hamingju með skáldið okkar, Jónas Hallgrímsson!

Til hamingju með íslenska tungu og til hamingju krakkar með ykkur sjálf!

Til hamingju með það, að vera hluti af íslenskri tungu og með það að íslensk tunga er hluti af ykkur!

Tungumálinu er stundum líkt við verkfæri, svona eins og hamar og sög, liti og pensla, blað og blýant, eða tölvu. Og það er nú ekki alveg út í hött,  því vissulega notum við tungumálið í margvíslegum tilgangi. En sá tilgangur er einmitt svo ótrúlega margvíslegur og ,,verkfærið‘‘ svo magnað, að við komumst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að samlíkingin sé alltof einföld og yfirborðskennd.

Við notum tungumálið til að tjá okkur, til að koma skilaboðum áleiðis til annarra einstaklinga. Þannig er tungumálið eilíf brúarsmíði milli ólíkra einstaklinga, ólíkra hagsmuna og ólíkra viðhorfa. Þessi óteljandi og margvíslegu skilaboð eru þrungin merkingu sem getur tjáð,  jöfnum höndum, - gleði og sorg, - ást og hatur, - hrósyrði og skammir, - sigra og vonbrigði. Við getum látið ljót orð falla sem særa annað fólk og brjóta það niður. En við getum einnig notað tungumálið til að hughreysta aðra, sýna þeim samstöðu og byggja þá upp. Því eins og Einar Benediktsson, annað íslenskt stórskáld, segir í einu af sínum frægustu ljóðum, Einræðum Starkaðar:

,,Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,

sem dropi breytir veig heillar skálar.

Þel getur snúist við atorð eitt.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

En tungumálið er ekki bara samskiptatæki því án tungumálsins gætum við ekki hugsað svo heitið gæti. Tungumálið er því forsenda fyrir kenningum og fræðum, tækniþróun, framförum og vísindalegum uppgötvunum. Og þar sem tungumálið er forsenda fyrir hugsunum okkar geymir það í hugskotunum okkar dýrustu leyndarmál, vonir og þrár. Tungumálið er lykillinn að sögu okkar, m.a. þeim tíma þegar þessi þjóð átti ekkert, - til að orna sér við, - nema íslenska tungu. Og tungumálið  er lykillinn að landinu okkar, því eins og Tómas Guðmundsson, annað íslenskt stórkáld sagði, :

,,Landslag væri lítils virði,

ef það héti ekki neitt.‘‘

Íslensk tunga er vissulega verkfæri í margvíslegum og mikilvægum skilningi. En hún er svo miklu, miklu meira. Hún er órjúfanlegur hluti af okkur sjálfum, fortíð okkar, nútíð og framtíð.

Franski heimspekingurinn og rithöfundurinn Voltaire, endar sína óborganlegu bók, Birting, á eftirfarandi orðum:

,,Þetta er vel mælt, svaraði Birtingur, en maður verður að rækta garðinn sinn.‘‘

Hér á Voltaire við að það fari best á því að hver og einn rækti sjálfan sig, - reyni sífellt að verða betri manneskja, í dag en í gær.

Við ykkur, kæru nemendur vil ég því segja hér í lokin: Haldið þið áfram að rækta íslenska tungu. Þannig ræktið þið best ykkur sjálf, - ykkur og öðrum til blessunar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband