Ritskođađ skólastarf

Meirihluti Mannréttindaráđs Reykjavíkur , fulltrúar Samfylkingar og Besta flokksins, hafa nú í hyggju ađ banna allt samstarf milli kirkju og skóla borgarinnar og allt ţađ skólastarf sem hugsanlega hefur trúarlega skírskotun.  Látiđ er í veđri vaka ađ ţessi bönn eigi ađ draga úr umkvörtunum foreldra, semja friđ og skapa skýrar reglur fyrir stjórnendur leik- og  grunnskóla. Ţetta er fyrirsláttur. Reyndin er öđru nćr.  Engar tölulegar upplýsingar eru til um ţessar meintu kvartanir.  Ţegar ég var formađur Mannréttindaráđs á síđasta kjörtímabili varđ ég ţess ekki vör  ađ foreldrar upp til hópa hefđu áhyggjur af samstarfi kirkju og skóla.                                                                                                                 Ađ kalla svona bönn og skilyrđingar leiđbeinandi fyrir skólastjórnendur eru hrein öfugmćli. Ţau vekja ţvert á móti upp ógrynni álitamála sem međ einstrengislegri afstöđu geta hćglega breytt öllu skólastarfi í menningarlegt tómarúm  – skilyrtu af túlkunum og oftúlkunum embćttismanna úti í bć:  Mega skólakórar ekki syngja sálma? Má ekki syngja ţjóđsönginn sem er sálmur? Má ekki kenna börnum heilrćđavísur sr. Hallgríms?  Verđur kennara bannađ ađ segja ,,Guđ hjálpi ţér ´´- ef einhver hnerrar ? Mega börn ekki teikna  jólakort međ mynd af jesúbarninu í jötunni? Og mega prestar ekki sinna áfallahjálp í skólum ţegar dauđsföll ber ađ garđi?

Tillagan ber vott um trúnađarbrest gagnvart skólastjórum og kennurum. Meirihluti mannréttindaráđs treystir augljóslega ekki ţessum ađilum til ađ standa vörđ um mannréttindi nemenda  sinna og forráđamanna ţeirra viđ núverandi skipan.   

Ég er sannfćrđ um ađ skólastjórar og kennarar í Reykjavík brjóta ekki á mannréttindum nemenda sinna eđa forráđamanna ţeirra.  Ţeir eru upp til hópa víđsýnt, velmenntađ og velmeinandi fólk sem leggur sig fram viđ ţađ ađ standa  vörđ um velferđ og réttindi sinna skjólstćđinga. Auk ţess tel ég afar mikilvćgt ađ skólar borgarinnar séu sem sjálfstćđastir: Ţeir skapi sér sérstöđu á eigin forsendum međ frumkvćđi eigin starfsfólks  og myndi ţannig fjölbreytni í skólastarfi. Ţađ er ţví engin ţörf á  ţeim skilyrđingum á reykvísku skólastarfi sem tillagan gerir ráđ fyrir.

 Ţessi tillaga er ekki ţađ sáttabođ sem forráđamenn hennar reyna ađ telja okkur trú um. Ţar tala viđbrögđin viđ henni skýrustu máli. Hún er ţvert á móti ađför ađ íslensku samfélagi, menningu ţess, sögu og tungu.  Alvarlegustu afleiđingar ţessarar tillögu gćtu ýtt undir tortryggni og andúđ á nýbúum samfélagsins. Viđ skulum vona ađ svo verđi ekki, enda eiga ţeir engan ţátt í ţessari illa ígrunduđu tillögu.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband