Miðborg fyrir alla

Lagði fram tillögu í mannréttindaráði borgarinnar áðan um að fjölga
bekkjum á Laugavegi til að auka aðgengi aldraðra og hreyfihamlaðra að
miðborginni. Mikilvægt er að allir geti notið þeirrar menningar og
mannlífs sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Átak í fjölgun bekkja
mundi auk þess ýta undir aukna útivist og hreyfingu þessara hópa.
Laugavegurinn er sérstaklega heppilegur fyrir verkefni af þessu tagi
þar sem hann er upphitaður og myndi því nýtast vel allan ársins hring.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband