Frú Vigdís heillaði börnin

Frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti grunnskólabörn í Árbænum í gær í tengslum við menningardaga í hverfinu.Hún spjallaði við nemendur um lífið og tilveruna og síðast en ekki síst mikilvægi íslenskrar tungu. Vigdís lagði áherslu á hversu ríkir þeir eru sem kynnu að lesa og gætu þannig aflað sér fróðleiks og ánægju úr bókum. Skemmtilegar umræður spunnust í kjölfarið og voru nemendurnir himinlifandi yfir þessari heimsókn fyrrum forsetans.  Heimsóknin var jafnframt liður í lestrarátaki Menntasviðs Reykjavíkur undir yfirskriftinni Lesum enn meira saman. Markmið verkefnisins er að auka áhuga grunnskólanema á lestri, örva málvitund þeirra og lestrarhæfni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband