Undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla
27.10.2009 | 14:08
Reykjavíkurborg hefur verið í forystuhlutverki á unandförnum áratugum er varðar kynjajafnrétti. Á fundi í Borgarstjórn 20. október sl. var samþykkt að skrifa undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla. Undirritun samningsins fellur vel að því forystuhlutverki sem Reykjavíkurborg gegnir í þessum málaflokki, auk þess sem hann fellur vel að mannréttindastefnu borgarinnar. Nú þegar er verið að vinna eftir fjölmörgum ákvæðum samningsins á hinum ýmsu sviðum og stofnunum borgarinnar. Mannréttindaráð mun á næstunni fara í stefnumótandi vinnu við að ákveða hvað beri að leggja áherslu skv. samningnum en sveitarfélögum sem undirrita sáttmálann er ætlað að vinna aðgerðaráætlun í jafnréttismálum þar sem verkefnum er forgangsraðað. Þátttaka í þessu samstarfi felur í sér aðgang að tenglsaneti evrópskra sveitarfélaga um jafnréttismál og því gefst Reykjavíkurborg enn frekara tækifæri til að miðla af reynslu sinni í þessum málaflokki og læra af reynslu annarra.
Kynjabilið minnst á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook