Á blikkandi bláum ljósum

Það er afar mikilvægt að Reykvíkingar geri sér grein fyrir samgöngustefnu núverandi bogaryfirvalda og alvarlegum afleiðingum hennar.

 

Sú stefna á rætur að rekja í „and-
bílastefnu“ ýmissa umhverfissinna sl. 
40 ár. Henni er ætlað að bylta ferða-
venjum borgarbúa með samgöngu-
samningi við ríkið þar sem borgaryf-
irvöld afþakka vegaframkvæmdir frá 
ríkinu fyrir tugi milljarða á næstu ár-
um, og með hindrunum um alla 
borg sem eiga að hægja á allri umferð.

 

 

Í bókun Besta flokksins, Samfylk-
ingar og Vinstri grænna í borgarstjórn 
þann 17. apríl 2012, segir um þennan samning: 
„Með þessum samningi verður stigið 
afar mikilvægt skref í aðkomu ríkisins 
að rekstri almenningssamgangna og ef 
vel er haldið á spilum gæti hér verið 
um að ræða upphafið að algerri bylt-
ingu í samgöngum á höfuðborgarsvæð-
inu.“

 

 

Þar höfum við það. Stefnt er að 
„byltingu“ en sú bylting, eins og allar 
sósíalískar byltingar, er byggð á mis-
skilningi.

 

Umferðarþungi og fólksfjöldi

 

Ein áhrifaríkasta 
kenning einkabílaandstæðinga felst í 
þeirri alhæfingu að einkabílum í um-
ferð fjölgi í réttu hlutfalli við það rými 
og þau mannvirki sem honum eru ætl-
uð: „Bættu við akrein og hún fyllist af 
einkabílum. Bættu við bílastæðum og 
þau fyllast líka. Þess vegna þarf að 
rjúfa vítahringinn með því að herja á 
einkabílinn.“

 

 

Þessi kenning er sannfærandi en 
hún er röng. Hún á ekki við á höfuð-
borgarsvæðinu og yfirleitt ekki á Ís-
landi, því umferðarþungi er fyrst og 
síðast háður fólksfjölda. Það er rétt að 
einkabílaeign er almennari hér á landi 
en í nágrannalöndum okkar. En hún er 
reyndar svo almenn að við nálgumst 
þau mörk að vera með ökutæki á hvert 
ökuskírteini. Verði því marki náð segir 
það sig sjálft að ökutækjum í umferð 
fjölgar ekki umfram ökumenn því eng-
inn ekur tveimur bílum samtímis.

 

Framfarir eða pólitísk þvingun

 

Annar galli á blindri andstöðu við 
einkabíla felst í vanmati á þeim öru 
framförum sem orðið hafa á einkabílum 
á sl. 10-20 árum. Þetta á ekki síst við 
um stóraukna eldsneytisnýtingu, orku-
sparnað og miklu minni loft- og hávaða-
mengun en bifreiðar ollu fyrir einungis 
áratug. Auk þess eru stöðugt í deigl-
unni rannsóknir og tilraunir með raf-
bíla, minni borgarbíla og margvíslegan 
tölvubúnað sem miðar að stórauknu 
umferðaröryggi.

 

Heildarsýn á samgöngumál

 

Fordómar borgaryfirvalda persónu-
gera einkabíla sem holdtekju hins illa 
og skilgreina stofnbrautir sem sérstök 
mannvirki þeirra. Þess vegna á að 
frysta stofnbrautaframkvæmdir.

 

 

En hér horfa menn fram hjá þeirri 
staðreynd að stofnbrautarframkvæmd-
um er í síauknum mæli ætlað að draga 
þunga umferð frá nærumhverfi okkar, 
færa hana í stokka og endurheimta 
vistvænt umhverfi, draga úr slysa-
hættu, draga úr hávaða- og loftmengun 
bíla í lausagangi, styrkja öryggisþætti 
er lúta að sjúkraflutningum og al-
mannavörnum og auka almenna hag-
kvæmni og skilvirkni. Gegn allri þess-
ari viðleitni er nú unnið með fordómum.

 

 

Við eigum ekki að einblína á einn 
samgöngukost og herja á hann. Við eig-
um að skoða samgöngur í heild með 
opnum huga og vinna markvisst og vís-
indalega gegn öllum neikvæðum þátt-
um umferðar.

 

Umferðaslys og tómlæti

 

Hér vega auðvitað þyngst alvarleg 
umferðarslys. Kostnaður samfélagsins 
vegna alvarlegra umferðarslysa var 
metin á 23 milljarða króna á verðlagi 
ársins 2009. Þó verða perónulegir 
harmleikir skelfilegra slysa aldrei 
metnir til fjár.

 

 

Í Reykjavík eiga sér stað 43% af öll-
um alvarlegum umferðarslysum hér á 
landi. Af 20 hættulegustu gatnamótum 
landsins eru 19 þeirra í Reykjavík. Allar 
tölur sýna að gerð mislægra gatnamóta 
þar sem áður voru umferðarþung 
gatnamót í plani, útrýma nær alveg 
slysum á slíkum stöðum. En hver eru 
viðbrögðin við þessum staðreyndum?

 

 

Framlög til nýframkvæmda og við-
halds á umferðarmannvirkjum í 
Reykjavík á árunum 2007-2011 voru 
2,1. %. af heildarframlagi ríkisins til 
samgöngumála. Á árinu 2011 var hlut-
fallið einungis 1%. Á árinu 2012 var 
þetta framlag 0% og svo á að verða 
næsta áratuginn samkvæmt byltingar-
samningum sem borgaryfirvöld gerðu 
við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur. Þar með verða fimm áætluð mislæg 
gatnamót, samkvæmt gildandi aðal-
skipulagi, slegin af.

 

 

Við Reykvíkingar eigum eftir að 
upplifa byltingar í samgöngumálum. 
En það verða byltingar í frjálsri þróun 
samgönguhátta – tæknibyltingar og 
byltingar í lífsstíl einstaklinga 
sem ráða sjálfir lífi sínu og ferðamáta.

 

 

Pólitískar byltingar borgaryfirvalda 
eru hins vegar byggðar á misskilningi 
og keyrðar áfram, eins og allar sósíal-
íksar byltingar, af hroka, þvingunum 
og afturhaldssemi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband