Auknar álögur kosta fjölskyldu tæpar 800 þúsund á kjörtímabilinu


Fréttatilkynning frá borgatstjórnarflokki sjálfstæðismanna
 Aðhald í rekstri borgarinnar ábótavant- Auknar álögur kosta fjölskyldu tæpar 800 þúsund á kjörtímabilinu
Seinni umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar 2012 fór fram á borgarstjórnarfundi í dag.  Þetta er annað fjárhagsárið sem meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar hefur haft tækifæri til þess að setja alfarið mark sitt á borgarreksturinn.  Og annað árið í röð er taprekstur í borginni sem gefur til kynna að aðhald í rekstri borgarinnar sé ábótavant.
 
Samanlögð rekstrarniðurstaða áranna 2011 og 2012 í A- hluta ársreikningsins er neikvæð um 2,8 milljarða króna. En samanlögð rekstrarniðurstaða tveggja ára þar á undan þegar fyrrverandi meirihluti var við stjórn var jákvæð um 4,7 milljarða króna.  Á tímabili núverandi meirihluta hefur aðhaldið verið ófullnægjandi og kerfið vaxið á kostnað borgarbúa með skatta- og gjaldskrárhækkunum. 
 
Lítið sem ekkert hefur verið hagrætt í kerfinu.  Þær aðgerðir sem mest áhersla var lögð á, hafa ekki ekki skilað þeirri niðurstöðu sem að var stefnt.   Þannig fór meirihlutinn í sársaukafullar breytingar á skóla- og frístundakerfi borgarinnar sem var harðlega gagnrýnt af foreldrum og starfsmönnum.  Auk þess hefur verið farið í breytingar á stjórnkerfinu þar sem markmiðið var mjög óskýrt.  Komið hefur í ljós að þessar hagræðingar skila afar litlum ávinningi og var það staðfest í skýrslu úttektarnefndar á stjórnsýslu borgarinnar sem birt var í apríl.


Auknar álögur kosta fjölskyldu tæpar 800 þúsund á kjörtímabilinu 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa tekið saman dæmi um 5 manna fjölskyldu með meðallaun sem á litla íbúð og þarf að greiða skatta og gjöld í Reykjavík. Þessi fjölskylda mun í lok ársins hafa greitt 800 þúsund krónur umfram það sem hún hefði gert án hækkana núverandi meirihluta frá árinu 2010.   


Þess má geta að á árunum 2010 – 2013 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Skattar og gjöld borgarinnar hafa því á þessu sama tímabili hækkað um 7% umfram vísitölu.  

Það er auðvelt að stjórna með því að taka stöðugt fé af fjölskyldum og fyrirtækjum í borginni. Mun skynsamlegra, sanngjarnara og farsælla hefði verið að nýta það svigrúm sem til að hagræða í kerfinu og auðvelda almenningi að takast á við erfiða tíma.  
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband