Viðbrögð borgarinnar við bankahruni og hagræðingu 2009 hrósað

Viðbrögð borgarinnar við bankahruni viðurkennd og hagræðingu 2009 hrósað
Til fjölmiðla
Frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins
Skýrsla úttektarnefndar borgarstjórnar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í borgarkerfinu og er það ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að efnt verði til þverpólitísks samstarf um að nýta þessar ábendingar í þágu skilvirkara borgarkerfis.
Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 (Kafli 9) er borgarstjórn sérstaklega hrósað fyrir viðbrögð við hruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem náðist að koma á:
„Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni.” (Bls. 12)
Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009 þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir sem skilaði hagræðingu um 2,3 milljarð. Þessi nýstárlega aðferðarfræði þar sem 3000 starfsmenn borgarinnar tók þátt hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinanna. Skýrsluhöfundar nefna þetta sérstaklega:
„Fór mikil vinna í að undirbúa fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 2009 en hún einkenndist um margt af nýjum vinnubrögðum. Þar var meðal annars kallað eftir tillögum og ráðgjöf allra starfsmanna um hvernig ná mætti fram nauðsynlegum sparnaði.” (bls.176)
Það er ánægjulegt að fá staðfestingu á því að brugðist hafi verið við efnhagsástandinu á þann hátt að til eftirbreytni sé. Ný vinnubrögð og samstaða milli borgarfulltrúa skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu til borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa – það skilaði sér á þessum tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband