Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016
Framkvæma fyrst og spyrja svo
2.2.2016 | 14:04
Stjórnsýslan í Reykjavík tekur á sig sífellt skringilegri myndir. Á borgarstjórnarfundi í dag er á dagskrá ákvörðun borgarstjórnar að bjóða út framkvæmdir við Grensásveg en útboðið var hins vegar auglýst í fjölmiðlum á laugardaginn var. Það á sem sagt að samþykkja eftir á það sem búið er að framkvæma. Til hvers er borgarstjórinn og meirihlutaflokkarnir þá yfir höfuð að boða til borgarstjórnarfunda þegar svona vinnubrögð eru viðhöfð og þegar þeir telja sig hvort sem er ekki þurfa að spyrja hvorki kóng né prest að einu eða neinu. Einræðistilburðir Dags B. og Co eru orðnir yfirgengilegir. Ekki bara í þessu máli heldur mörgum fleirum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook