Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015
Friðarspillir fari úr Rögnunefndinni
17.2.2015 | 12:22
Á borgarstjórnarfundi í dag er til samþykktar framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Hlíðarendasvæðis sem þýðir að uppbygging hefst þar fljótlega. Degi B. Eggertssyni er að takast ætlunarverk sitt að loka neyðarbrautinni og koma flugvellinum úr Vatnsmýrinni þrátt fyrir að Rögnunefndin sé enn að störfum og þrátt fyrir það að innanríkisráðherra hafi ítrekað það í lok árs 2013 að flugbrautinni verði ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun meðan Rögnunefndin er enn að störfum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að Dagur B. situr einmitt í nefndinni og ætti að vera fullkunnugt um það samkomulag sem gert var um störf hennar. Með ákvörðun sinni hefur hann rofið þá sátt sem ríkt hefur um störf nefndarinnar og ætti því að segja sig frá henni.