Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
Dagur B. heldur blekkingarleik sínum áfram við kjósendur
12.11.2014 | 10:50
Í morgun kynnti Dagur B. Eggertsson uppbyggingaráform sín í Reykjavík. Athygli vakti að áfram heldur hann blekkingarleik sínum við kjósendur og hann ætlar að halda sínu striki og fara gegn vilja borgarbúa þrátt fyrir fögur fyrirheit í samstarfssáttmála meirihlutans um að auka samráð og íbúalýðræði. Hann ætlar að keyra í gegn skipulagið við Hlíðarenda sem leggur af Neyðarbrautina þrátt fyrir að 70 þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun til borgarinnar um að flugvöllurinn geti áfram gegnt sínu mikilvæga hlutverki í Vatnsmýrinni. Blekkingarleikur Dags felst í því að í einu orðinu boðar hann að hefja eigi uppbyggingu sem fyrst á Hlíðarenda sem skerðir möguleika Rögnunefndarinnar til að komast að niðurstöðu í flugvallarmálinu en í hinu orðinu segir hann að beðið verði með uppbyggingu í Skerjafirði meðan Rögnunefndin er að störfum. Það þarf enga stjarneðlisfræðinga til að sjá að þarna er Dagur B. Vísvitandi að slá ryki í augu fólks því ef Neyðarbrautin fer vegna Hlíðarendasvæðiðs þá opnast leið til uppbyggingar í Skerjafirði og stutt verður í að þar verði hafist handa við framkvæmdir með 3500 manna byggð.