Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Hvað kostar að mæla borgina upp?

Í gærmorgun þegar ég var á leið út mætti ég fjórum galvöskum borgarstarfsmönnum á lóðinni við húsið mitt að mæla fjarlægðina frá öskutunnugeymslunni að götu. Reyndar vissi ég að þetta fáránlega uppátæki stæði til þar sem töluverð umræða hefur verið um þetta mál innan borgarkerfisins. Það fyrsta sem manni flýgur í hug er hver skyldi kostnaðurinn vera við allar þessar mælingar og svo hvað mun umsýslan utan um þetta allt saman kosta. Hefði ekki verið gáfulegra að mælast til þess við þá borgarbúa sem tök hafa á að setja tunnurnar út á gangstétt þá daga sem sorphirðubíllinn kemur í stað þess að fara út í allt þetta umstang með tilheyrandi kostnaði og auknum álögum á borgarbúa?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband