Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Eitt af okkar sögufrægustu húsum

Slökkviliðsmenn og lögregla stóðu vel að verki í gær við að bjarga Höfða og eiga þakkir skilið fyrir það. Maður getur ekki hugsað þá hugsun til enda ef verr hefði farið. Höfði er eitt af okkar sögufrægustu húsum og þar eru auk þess geymdir verðmætir hlutir sem tengjast leiðtogafundinum og öðrum merkum viðburðum sem átt hafa sér stað þar. Mikilvægt er að vel takist til við viðgerðirnar þannig að þetta sögufræga hús verði áfram stolt okkar Reykvíkinga og minnismerki um leiðtogafundinn 1986.
mbl.is Viðgerð á Höfða hefst brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntastefna sem býður upp á fjölbreytni og metnað

Ánægjulegt að sjá þessa miklu fjölgun grunnskólanema sem læra ensku í 1.-4. bekk. Það verður að teljast athyglisvert að nú stunda 7335 grunnskólanemar á aldrinum sex til níu ára gömul enskunám en á árunum 2003-2004 stunduðu eingöngu 484 nemendur á þessum aldri nám í ensku. Ég vil þakka þessa fjölgun menntastefnu okkar sjálfstæðismanna í borginni en við höfum hvatt bæði til meiri metnaðar í grunnskólanámi og fjölbreytni.
mbl.is 78% grunnskólabarna læra ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðvesturhornið situr á hakanum

Hverfisráð kjalarness hefur ítrekað sent samgönguráðherra ályktanir um mikilvægi tvöföldunar Vesturlandsvegar án þess að fá nokkur viðbrögð. Vesturlandsvegurinn er einn fjölfarnasti vegarkafli landsins og er því í meira lagi undarlegt að á sama tíma og hægt er að boða milljarða framkvæmdir um göng út á landsbyggðinni er ekki hægt að tvöfalda þennan stutta vegarkafla. Það er löngu kominn tími til að Suðvesturhorn landsins hætti að sitja á hakanum þegar kemur að vegaframkvæmdum og bættu umferðaröryggi. Ég skora á ráðherra að forgangsraða í þágu umferðaröryggis á fjölfarnasta vegarkafla landsins.

 


mbl.is Engin svör við hugmyndum um tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr tæknigrunnskóli í Reykjavík

Það er rétt hjá formanni Félags iðn- og tæknigreina að nauðsynlegt er að efla iðn- og tæknimenntun í landinu. Reykjavík fyrst allra sveitarfélaga hefur samþykkt  rekstur sérstaks  tæknigrunnskóla enda telur menntaráð Reykjavíkur mikilvægt að nemendur eigi að geta valið sér fjölbreyttar námsleiðir, ekki bara á bóknámssviðinu heldur líka í iðn- og teiknigreinum og listgreinum.Vandað hefur verið til verks við undirbúning tæknigrunnskólans sem sést best á góðri skólanámskrá og mun skólinn taka til starfa á næsta ári.


mbl.is Auka þarf vægi iðn- og tæknigreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur og stærðfræði í Hólabrekkuskóla

Ég óska Hólabrekkuskóla til hamingju með nýju skólalóðina. Þar er hægt að tvinna saman leik og námi í sérstökum stærðfræðireit sem er alveg til fyrirmyndar og kemur til móts við nútíma kennslukröfur um að yngstu börnin læri í gegnum leik. Sleppitorgið er hugvitsamleg hönnun þar sem foreldrar geta komið annað hvort gangandi, hjólandi eða akandi með börnin í skólann og kvatt þau á öruggum stað. Það er ekki sama hvernig skólalóðir eru hannaðar því þær þurfa að vera öruggar, aðlaðandi og ýta undir hreyfingu barnanna. Þetta allt hefur tekist við hönnun skólalóðar Hólabrekkuskóla sem getur orðið góð fyrirmynd fyrir endurbætur annarra skólalóða.
mbl.is Kysst bless við sleppibílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband