Í borgarstjórn núna er í gangi fyrsta umræða um frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Leiðarljósið við gerð fjárhagsáætlunarinnar er að forgangsraðað verður í þágu barna og velferðar án þess að hækka skatta eða gjöld á borgarbúa. Það er sérstakt gleðiefni að náms- og fæðisgjöld í skólum verða óbreytt auk þess sem 100% systkinaafsláttur á leikskólum verður áfram í gildi. Góður árangur hefur náðst í rekstri Reykjavíkurborgar það sem af er þessu ári og eru svið borgarinnar rekin innan fjárheimilda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2009 kl. 10:25 | Facebook