Ómerkileg úrræði vinstri manna

 Vinstri Grænir lögðu til í borgarráði  í gær að útsvarsheimildir borgarinnar  yrðu fullnýttar og færu   úr 13,03% í hámarkið sem er  13,28 %. Eina leiðin sem VG virðist sjá út úr þeim vanda sem blasir við þjóðinni er að hækka álögur á heimilin og fyrirtækin í landinu. Þessi tillaga borgarfulltrúans Þorleifs Gunnlaugssonar skýtur svolítið skökku við þar sem umtalsverð hagræðing hefur náðst í borginni án þess að til komi hækkanir á gjöldum eða uppsagnir starfsfólks. Auknar álögur á fólk og fyrirtæki geta haft þær alvarlegu afleiðingar að ráðstöfunartekjur heimilanna minnka og þar með geta þeirra til að greiða skuldir sínar og sjá fyrir sér og sínum. Tillaga borgarfulltrúans, Þorleifs Gunnlaugssonar, yrði enn einn bagginn sem lagður yrði á herðar fólks ef hún næði fram að ganga. Sama er upp á teningnum hjá VG í borgarstjórn og í ríkisstjórn, þeir virðast vera algjörlega úrræðalausir þegar kemur að því að koma með tillögur til úrbóta og dettur ekkert annað í hug en að lausnin felist í að hækka skatta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband