Nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun borgarinnar en það sem er nýtt í þeirri vinnu er að nú geta íbúar haft bein áhrif á nýtingu fjármuna í sínu nærumhverfi með því að kjósa um einstök verkefni á vefnum, á bókasöfnum eða á þjónustumiðstöðvum. Kosningin hófst í morgun og stendur til 14. desember og verður niðurstaða kosninganna bindandi fyrir borgaryfirvöld. Það verður spennandi að sjá hvað borgarbúar leggja mesta áherslu á í sínum hverfum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook