Öll höfum við okkar skoðanir á því hvernig borg við viljum búa í
26.10.2009 | 09:56
Fjölmargar nýstárlegar og skemmtilegar hugmyndir litu dagsins ljós á hugmyndaþingi í Ráðhúsinu í gær. Þátttakendur voru ánægðir með þá ákvörðun borgaryfirvalda að auka aðkomu íbúa að stefnumótun borgarinnar. Öll höfum við okkar skoðanir á því hvernig borg við viljum búa í og því var þetta kærkomið tækifæri fyrir íbúa að hafa áhrif á það hvernig við gerum borgina að enn betri stað til að búa og starfa í. Fólk er orðið almennt meðvitaðara um umhverfi sitt og vill gjarnan hafa áhrif á það.
Gott dæmi um slíkt er sjálfsprottið verkefni íbúa í nágrenni við Lynghagaleikvöll sem tóku sig saman í haust og stofnuðu félag um leikvöllinn sem hefur það að markmiði að íbúar fóstra svæðið og munu sjá um umhirðu og fegrun þess auk þess að hafa áhrif á skipulag leikvallarins með þarfir barnanna og íbúanna í huga. Þarna er íbúalýðræðið að virka í reynd.
Vel sótt hugmyndaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook