Ríkisstjórnin hefur greinilega allt undir borðum en ekki uppi á borðum

Ummæli Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur í Silfrinu í gær vöktu marga til umhugsunar um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en Guðfríður Lilja gat þess  m.a. að mikil áhersla væri lögð á að ganga frá Icesave samningunum til þess að við gætum gengið í ESB sem fyrst. Þessi ummæli kalla á þá spurningu hvað orðið hafi um allt tal Jóhönnu um opna, gegnsæja, lýðræðsilega umræðu og allt eigi að vera uppi á borðum. Ég man ekki eftir því að það hafi nokkur staðar komið fram að drífa þyrfti í að ganga frá Icesave til þess að liðka fyrir inngöngu í ESB en það er kannski aukaatriði að þjóðin fái að vita um það. Það er sennilega líka talið aukaatriði hjá ríkisstjórninni að þýða spurningar ESB yfir á íslenskt mál svo þær verði aðgengilegar öllum sem áhuga hafa á að kynna sér þær.  Ríkistjórnin hefur greinilega allt undir borðum en ekki uppi á borðum.


mbl.is Stefnuræða flutt í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það vekur athygli mína Marta, að andstöðuhópnum í VG er haldið frá umræðunni. Svona útskúfun hlýtur að auka bara sundrunguna og ég tel öll merki þess, að Icesave-stjórnin sé að falli komin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2009 kl. 18:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband