Unga fólkið flýr vegna lóðaskorts
7.2.2017 | 18:55
Í umræðum í borgarstjórn í dag við tillögu okkar sjálfstæðismanna um aukið lóðaframboð í Úlfarsárdal,staðfesti borgarstjóri og meirihlutaflokkarnir, Björt framtíð, Píratar, Samfylking og Vinstri Græn að áfram verður lögð áhersla á og stutt við uppbyggingu á dýrustu þéttingarreitunum í borginni, í stað þess að borgin úthluti eigin lóðum á viðráðanlegu verði í fjölskylduvænum hverfum, sem gerir ungu fólki kleift að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þessi lóðaskortsstefna borgarstjórnarmeirihlutans hefur leitt til þess að unga fólkið leitar í önnur sveitarfélög eftir húsnæði. Það þarf ekki annað en að fletta fasteignaauglýsingum til að sjá að verðið á nýjum íbúðum á þéttingarreitum er allt of hátt til þess að unga fólkið ráði við það. Þetta virðast allir vita nema borgarstjórinn og meirihlutaflokkarnir. Það mætti halda að það væri stefna þeirra að fækka útsvarsgreiðendum í Reykjavík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook