Dagur B. hjólar í borgarbúa

Forgangsröðun borgarstjórnarmeirihlutans er með eindæmum. Á meðan leik- og grunnskólar í borginni eru komnir langt yfir þolmörk og hafa verið fjársveltir til margra ára þá finnst borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni mikilvægara að kaupa land af ríkinu, þar sem neyðarbrautin er, upp á 440 milljónir í stað þess að nýta þessa fjármuni í lögboðna þjónustu í þágu skólabarna í Reykjavík. Þessi kaup hans eru reyndar í mikilli andstöðu við vilja borgarbúa sem vilja frekar hafa flugvöll í Vatnsmýrinni en blokkir. Hver undirskriftasöfnunin á fætur annarri er gerð að engu og nú er hafin undirskriftasöfnun foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í skólamálum. Þessi forgangsröðun Dags B. og meirihlutans í borginni er óverjandi því borgaryfirvöldum ber  skylda til að láta lögboðna þjónustu ganga fyrir en ekki hrossakaup á landi. Svona hjólar Dagur í borgarbúa í hverju málinu á fætur öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband