Dagur án eineltis

 Samþykkt var í borgarstjórn í byrjun nóvember að einn dagur á ári yrði helgaður baráttunni gegn einelti. Dagurinn er hugsaður til þess að minna á að allir dagar eigi að vera án eineltis. Markmiðið með deginum er að vekja fólk til vitundar um alvarlegar afleiðingar eineltis og að skólar, frístundamiðstöðvar, íþróttafélög og vinnustaðir borgarinnar taki höndum saman og vinni stöðugt að því að koma í veg fyrir einelti og að virkjaðar verði þær áætlanir sem til eru til að uppræta einelti þegar slík mál koma upp.  Ákveðið var að þessu sinni að blása til málþings í Ráhúsinu í dag kl. 14:30  um: Lausnir gegn einelti og voru fengnir bæði fyrirlesarar sem unnið hafa að þessum málum fyrir borgina og eins aðilar sem hafa nýja sýn á þessa hluti. Á undan málþinginu verður táknræn athöfn á Tjarnarbakkanum og hvet ég alla sem tök hafa á að mæta þar kl. 14:15.  Árangursríkar aðgerðir hafa verið í gangi hjá Reykjavíkurborg til að sporna gegn einelti, bæði á vinnustöðum Reykjavíkur og hjá þeim stofnunum borgarinnar sem hafa með þjónustu við börn og unglinga að gera. Þannig hafa margir leik- og grunnskólar í Reykjavík náð miklum árangri í að vinna gegn einelti, auk þess sem umræðan um einelti hefur stóraukið þekkingu okkar á afleiðingum eineltis og um leið þá vitundarvakningu sem orðið hefur.  Borgarstjórn Reykjavíkur telur mikilvægt að fylgja þessu eftir með afgerandi hætti með því að efna til sérstaks, samræmds átaks gegn einelti og helga ákveðinn dag því verkefni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband