Suðvesturhornið situr á hakanum
21.9.2009 | 10:00
Hverfisráð kjalarness hefur ítrekað sent samgönguráðherra ályktanir um mikilvægi tvöföldunar Vesturlandsvegar án þess að fá nokkur viðbrögð. Vesturlandsvegurinn er einn fjölfarnasti vegarkafli landsins og er því í meira lagi undarlegt að á sama tíma og hægt er að boða milljarða framkvæmdir um göng út á landsbyggðinni er ekki hægt að tvöfalda þennan stutta vegarkafla. Það er löngu kominn tími til að Suðvesturhorn landsins hætti að sitja á hakanum þegar kemur að vegaframkvæmdum og bættu umferðaröryggi. Ég skora á ráðherra að forgangsraða í þágu umferðaröryggis á fjölfarnasta vegarkafla landsins.
![]() |
Engin svör við hugmyndum um tvöföldun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýr tæknigrunnskóli í Reykjavík
19.9.2009 | 14:42
Það er rétt hjá formanni Félags iðn- og tæknigreina að nauðsynlegt er að efla iðn- og tæknimenntun í landinu. Reykjavík fyrst allra sveitarfélaga hefur samþykkt rekstur sérstaks tæknigrunnskóla enda telur menntaráð Reykjavíkur mikilvægt að nemendur eigi að geta valið sér fjölbreyttar námsleiðir, ekki bara á bóknámssviðinu heldur líka í iðn- og teiknigreinum og listgreinum.Vandað hefur verið til verks við undirbúning tæknigrunnskólans sem sést best á góðri skólanámskrá og mun skólinn taka til starfa á næsta ári.
![]() |
Auka þarf vægi iðn- og tæknigreina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leikur og stærðfræði í Hólabrekkuskóla
18.9.2009 | 14:08
![]() |
Kysst bless við sleppibílastæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Drögum úr skutli
31.8.2009 | 15:36