Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Ekki nóg að setja fram stefnu í fallegum umbúðum og fínum orðum

Hér í borgarstjórn er í gangi umræða um skýrslu starfshóps um lýðheilsu og heilseflingu barna og unglinga í skóla- og frístundastarfi og heilsueflandi hverfi.Það sem vekur athygli er að þar eru sett fram almenn markmið sem eru góð og gild í sjálfu sér því öll viljum vð auðvitað auka lýðheilsu. En það er hins vegar ekki nóg að setja fram stefnu í fínum orðum og fallegum umbúðum en ekki minnast einu orði á hvernig á að fjármagna hana eða settar fram skýrar aðgerðir hvernig á að ná fram markmiðum hennar. Það er t.d. ekki nóg að tala um að vilja auka hreyfingu barna á sama tíma og margar skólalóðir og opin leiksvæði eru í mikilli niðurníðslu og þarfnast endurbóta. Ekkert kemur heldur fram hvort bæta eigi loftgæði þannig að hægt sé að fækka þeim dögum sem halda þarf börnum á leikskólum inni þegar loftmengun fer kyfir viðmiðunarmörk og frjókornamagn í lofti er of mikið vegna trassaskapar við umhirðu og slátt. Það verður fróðlegt að sjá hvernig meirihlutinn ætlar að efla lýðheilsu í hverfum borgarinnar þegar t.d. opnunartímar sundlauga hafa verið skertir, byggt er á hverjum einasta græna bletti í eldri hverfum borgarinnar og möguleikar íbúa til að fá afnot af íþróttasölum borgarinnar eru ekki til staðar og aðstaða til almenningsíþrótta af skornum skammti. Því miður hefur það gerst allt of oft að fínar stefnur eru samþykktar í borgarstjórn sem daga svo uppi í skúffum borgarkerfisins vegna þess að þeim fylgir hvorki fjármagn né tímasett aðgerðarplan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband