Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Lögfræðileg ráðgjöf á bókasöfnum borgarinnar

Mannréttindaráð Reykjavíkur styrkir Orator, félag laganema við HÍ, til þess að veita borgarbúum lögfræðilega ráðgjöf sem fram fer á bókasöfnum borgarinnar en þar munu laganemar leiðbeina og ráðlegga fólki því að kostnaðarlausu. Um er að ræða tilraunaverkefni sem mun standa fram á vorið. Markmiðið með stuðningi mannréttindaráðs er að efla það góða starf sem Orator stendur fyrir og gefa enn fleiri einstaklingum kost á þeirra  þjónustu. Þörfin fyrir lögfræðilega ráðgjöf hefur aukist til muna á síðustu misserum vegna efnahagsástandsins og því ákvað Mannréttindaráð Reykjavíkur að styðja Orator til verkefnisins.Orator félag laganema hefur starfrækt lögfræðiráðgjöf frá árinu 1981 þar sem almenningi gefst kostur á að fá upplýsingar um réttarstöðu sína án endurgjalds. Ráðgjöfin hingað til hefur farið fram einu sinni í viku þar sem fólki gefst kostur á að hringja inn með spurningar um lögfræðileg álitaefni. Það eru eingöngu laganemar sem eru í meistaranámi sem sinna þessari ráðgjöf undir leiðsögn útlærðs lögfræðings.


Lögfræðileg ráðgjöf á bókasöfnum borgarinnar

Mannréttindaráð Reykjavíkur styrkir Orator, félag laganema við HÍ, til þess að veita borgarbúum lögfræðilega ráðgjöf sem fram fer á bókasöfnum borgarinnar en þar munu laganemar leiðbeina og ráðlegga fólki því að kostnaðarlausu. Um er að ræða tilraunaverkefni sem mun standa fram á vorið. Markmiðið með stuðningi mannréttindaráðs er að efla það góða starf sem Orator stendur fyrir og gefa enn fleiri einstaklingum kost á þeirra  þjónustu. Þörfin fyrir lögfræðilega ráðgjöf hefur aukist til muna á síðustu misserum vegna efnahagsástandsins og því ákvað Mannréttindaráð Reykjavíkur að styðja Orator til verkefnisins.Orator félag laganema hefur starfrækt lögfræðiráðgjöf frá árinu 1981 þar sem almenningi gefst kostur á að fá upplýsingar um réttarstöðu sína án endurgjalds. Ráðgjöfin hingað til hefur farið fram einu sinni í viku þar sem fólki gefst kostur á að hringja inn með spurningar um lögfræðileg álitaefni. Það eru eingöngu laganemar sem eru í meistaranámi sem sinna þessari ráðgjöf undir leiðsögn útlærðs lögfræðings.


Samræmt skóla- og frístundastarf í borginni

Á fundi menntaráðs Reykjavíkur í morgun fengum við kynningu á því hvernig gengið hefur að samþætta skóla- og frístundastarf á þessu kjörtímabili. Það er gaman að segja frá því að þessi samþætting er vel á veg komin í flestum hverfum. Íþróttaskóli stendur nemendum í 1. bekk til boða einu sinni til tvisar í viku. Tónlistarnám er víða í boði bæði á skólatíma og á frístundaheimilunum. Þá stendur nemendum sums staðar til boða að taka þátt í skátastarfi eða í kóræfingum áður en skóladegi lýkur. Íþróttafélögin hafa brugðist vel við því að aðlaga starfsemi sína að starfi skólanna með því að færa æfingatíma sína framar fyrir börnin og mörg félög bjóða nú þegar upp á akstur frá frístundaheimilum á æfingar. Með samvinnu og samþættingu af þessu tagi verður vinnudagur barnanna samfelldari og við minnkum skutlið. Mikilvægt er að halda áfram að þróa þetta starf með þarfir barnanna í huga og að hvert hverfi fyrir sig móti sér sína stefnu í þessum málum með aðkomu foreldra, barna, skólanna og þeirra aðila sem sinna tómstundaiðkun barna. Starfsmenn Menntasviðs, Íþrótta- og tómstundasvið og þau félagasamtök sem hafa tekið þátt í að bæta og samræma skóla- og frístundastarf í borginni eiga þakkir skilið fyrir árangursríkt starf.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband