53% kvenna á móti 47% karla í ráðum og nefndum borgarinnar í núverandi meirihluta

 Í tilefni af degi mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er opinn fundur mannréttindaráðs Reykjavíkur í Iðnó í hádeginu í dag. Fundarefnið er áhrif kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, formaður ráðsins setur fundinn og borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, mun flytja ávarp. Þá mun dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur flytja erindið Konur og völd. Fulltrúar allra framaboða munu flytja erindi og sitja fyrir svörum. Mannréttindastefna borgarinnar er m.a. byggð á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Reykjavíkurborg hefur verið í forystuhlutverki í jafnréttismálum um áratuga skeið sem endurspeglast vel í því að í fjórða og núverandi meirihluta er skipting aðalmanna í ráð og nefndir 53% kvenna á móti 47% karla sem verður að teljast nokkuð athyglisvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég segi nú bara eins og hann Kristján bróðir í morgun þegar ég spurði hann hvernig það væri að verða fimmtugur í dag:

"Þetta er búið".

Júlíus Valsson, 10.12.2009 kl. 17:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband