Lífsstíll hefur áhrif á námsárangur

Var að koma úr upptöku á þættinum mínum Borgarlíf á ÍNN en þar ræddi ég við hinn landsþekkta tónlistarmann Valgeir Guðjónsson og konu hans Ástu Kristrúnu námsráðgjafa um skemmtilegt nýsköpunarverkefni sem þau standa fyrir sem heitir nematorg.is. Verkefnið er hvoru tveggja heildstæð námsráðgjöf og vöruhönnun á bráðsniðugum bóka- og tölvustöndum. Ásta og Valgeir nálgast námsráðgjöfina með skemmtilegum hætti eins og sjá má á heimasíðunni nematorg.is en þar má finna upplýsingar sem nýtast námsmönnum vel í náminu og frítímanum. Mér finnst athyglisvert hvernig þau taka líka fyrir lífstílinn og hvernig hann hefur áhrif á námsárangur. Hvað það skiptir miklu máli að huga að réttu mataræði og hreyfingu eða eins og Grikkirnir sögðu til forna: Andlegt og líkamlegt atgervi fara saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband