Aukinn áhugi æskufólks á íslenskri tungu

 

 Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur um allt land á þessum degi frá árinu 1996. Í öllum skólum er afmælisdagur þjóðskáldsins, Jónasar Hallgrímssonar, tileinkaður íslenskri tungu. Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur efnt til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn og verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir. Í dag verða þessi verðlaun afhent í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem um 80 grunnskólbörn munu taka við viðurkenningum. Markmið þessara verðlauna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin verða veitt nemendum sem hafa tekið framförum og eða náð góðum árangri í íslensku, hvort heldur þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál.

 

Sérhver grunnskóli í Reykjavík getur tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahóp til verðlaunanna og fá allir sem tilnefningu hljóta verðlaunagrip. Skólar geta t.d. tilnefnt þá sem sýnt hafa færni, frumleika eða sköpunargleði í að nota tungumálið sem samskiptatæki í hagnýtum eða listrænum tilgangi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband