Auknir skattar draga kreppuna á langinn

Skattaleiðin er ekki leiðin út úr þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þau áform ríkisstjórnarinnar að hækka skatta á fólk og fyrirtæki leiðir einingus til þess að enn fleiri fyrirtæki eiga eftir að leggja upp laupana, atvinnuleysi verða meira og landflótti mun aukast. Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er orðið deginum ljósara og sýnt er að ekki hafa verið kannaðar til hlítar aðrar leiðir til afla ríkissjóði tekna. Má í því sambandi nefna að ríkissjóður getur aflað töluverðra tekna með því að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði í stað útgreiðslna. Skora á ríkisstjórnina að leita allra annarra leiða til að koma okkur út úr vandanum en að fara í skattahækkanir.

 

 


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Marta, það er ekki glæsileg staðan í þjóðfélaginu eftir 18 ára raftareið Sjálfstæðisflokksins í Stjórnarráðinu. Og ef einhverjum dettur í hug að ekki þurfi að greiða fyrir ósköpin, m.a. með hærri sköttum, þá er sá hinn sami annaðhvort veruleikafirrtur eða talar gegn betri vitund.

Og mikið finnst mér undarlegt þegar talsmenn Sjálfstæðisflokksins tala um ráðaleysi núverandi stjórnvalda og þar fram eftir götunum í stað þess að hafa hægt um sig og skammast sín. Sjálfstæðisflokkurinn skuldar þjóðinni afsökunarbeiðni vegna framferði síns síðustu 18 árin sem hann réði hér lögum og lofum. En svo eru ráðamenn þessarar flokksnefnu forhertir, að þeim dettur ekki í hug að biðjast fyrirgefningar á stórfelldum afglöpum sínum, í stað þess reyna þeir hvað þeir geta að brúka kjaft og ljúga sig frá ábyrgð gjörða sinna.

Reyndar væri hyggilegast að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og banna starfsemi hans með lögum; þannig hafa öfga-hægriflokkar verið afgreiddir í nærliggjandi löndum og gefist ágætlega.

Jóhannes Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Benedikta E

Jóhannes - þú ert pikk fastur í fortíðinni maður - það eru einkenni taparans að molda í fortíðinni.

 Til nú tíðar - viltu vera svo góður og nefna 3 atriði sem ríkisstjórn Jóhönnu hefur gert til stuðnings fyrir heimilin........?

Ekki nefna skjaldborgina hennar Jóhönnu og ekki heldur velferðarbrúna - því það var hvoru tveggja í plati.

Ekki heldur nefna Kreppuhala frumvarp félagsmálaráðherra Árna Páls sem átti að vera bráðaaðgerð fyrir fjármál heimilanna - Það var líka allt í plati eins og hjá Jóhönnu.

Komdu með eitthvað sem ekki er í plati.

Benedikta E, 27.10.2009 kl. 21:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband