Suðvesturhornið situr á hakanum

Hverfisráð kjalarness hefur ítrekað sent samgönguráðherra ályktanir um mikilvægi tvöföldunar Vesturlandsvegar án þess að fá nokkur viðbrögð. Vesturlandsvegurinn er einn fjölfarnasti vegarkafli landsins og er því í meira lagi undarlegt að á sama tíma og hægt er að boða milljarða framkvæmdir um göng út á landsbyggðinni er ekki hægt að tvöfalda þennan stutta vegarkafla. Það er löngu kominn tími til að Suðvesturhorn landsins hætti að sitja á hakanum þegar kemur að vegaframkvæmdum og bættu umferðaröryggi. Ég skora á ráðherra að forgangsraða í þágu umferðaröryggis á fjölfarnasta vegarkafla landsins.

 


mbl.is Engin svör við hugmyndum um tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alli

Ég legg til að þú og aðrir kvartandi höfurborgarbúar fari í ferðalag um Barðaströndina og sunnanverða vestfirði. Síðan um norðausturland.  Þar býr fólk enn við holótta malarvegi, þrátt fyrir að hafa borgað jafn mikið til samfélagsins, þar með talið til vegamála, og þú og ég. Þessi svæði eiga að vera í forgangi.

Hættið síðan þessum eilifu kvörtunum.

Alli, 21.9.2009 kl. 10:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband