Leikur og stærðfræði í Hólabrekkuskóla

Ég óska Hólabrekkuskóla til hamingju með nýju skólalóðina. Þar er hægt að tvinna saman leik og námi í sérstökum stærðfræðireit sem er alveg til fyrirmyndar og kemur til móts við nútíma kennslukröfur um að yngstu börnin læri í gegnum leik. Sleppitorgið er hugvitsamleg hönnun þar sem foreldrar geta komið annað hvort gangandi, hjólandi eða akandi með börnin í skólann og kvatt þau á öruggum stað. Það er ekki sama hvernig skólalóðir eru hannaðar því þær þurfa að vera öruggar, aðlaðandi og ýta undir hreyfingu barnanna. Þetta allt hefur tekist við hönnun skólalóðar Hólabrekkuskóla sem getur orðið góð fyrirmynd fyrir endurbætur annarra skólalóða.
mbl.is Kysst bless við sleppibílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband