Deildum lokað og ekki hægt að bjóða laus pláss

Enn vantar í um hundrað stöðugildi á leikskólum borgarinnar miðað við þann fjölda barna sem þar eru nú. Ef jafnframt væri tekið mið af þeim börnum sem á eftir að taka inn í leikskólana væri þessi tala mun hærri. Manneklan hefur haft þær afleiðingar  að loka hefur þurft deildum og ekki hefur verið hægt að bjóða laus pláss eða taka inn börn í aðlögun. Við blasir enn frekari þjónustuskerðing ef ekki tekst að manna í lausar stöður fyrir veturinn.

Á sama tíma í fyrra vantaði í um 105 stöður en þá  tókst ekki að ráða í nema um helming þeirra.  Sú mannekla jók álagið á þá starfsmenn sem fyrir voru með þeim afleiðingum  að stundum þurfti að senda börnin heim fyrr, jafnvel á miðjum degi.

Að beiðni okkar sjálfstæðismanna  var umræða um manneklu í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum sett á dagskrá borgarstjórnar í gær. Fátt var um svör hjá meirihlutanum um hvernig leysa megi þennan vanda annað en að unnið sé að þessu brýna verkefni með margvíslegum hætti og að skóla- og frístundasvið styðji við þá skóla þar sem staðan er þyngst með ýmsum hætti. Með hvaða hætti skyldi það nú vera þegar ekki tekst betur til og Reykjavíkurborg stendur hlutfallslega verst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að því að manna þessi störf.

 

 


« Síðasta færsla

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband