Súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin.....

Grafalvarleg staða er komin upp í leikskólum borgarinnar, senda þarf börnin fyrr heim og maturinn sem er á boðstólum uppfyllir ekki lengur almenn manneldismarkmið. Þrátt fyrir að allar viðvörunarbjöllur hafa klingt lengi og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar okkar sjálfstæðismanna um að fallið verði frá ýmsum kostnaðarsömum gæluverkefnum til að komast hjá sársaukafullum niðurskurði í grunnþjónustinni hefur það ekki verið gert. Ítrekað höfum við bent á að niðurskurður á fæðisgjaldi myndi bitna á gæðum skólamáltíðanna. Nú er það komið á daginn að  hluta fæðisgjaldsins er ráðstafað til annars en hráefniskaupa þannig að leikskólar neyðast til að fjölga ódýrari og óhollari máltíðum. Það er ekki að furða að við þessi tíðindi komi laglínan súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin upp í hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband